Því miður hefur ekki náðst að virkja afskráningarmöguleikann í pöntun á skólamat en sá hnappur verður ekki virkur fyrr en í byrjun næstu viku.
Vinsamlegast athugið að segja þarf upp skráningu í mat fyrir 20. hvers mánaðar og tekur uppsögn gildi mánaðarmótin þar á eftir. Þau börn sem hafa verið skráð í mat nú þegar eru því skráð í mat út mánuðinn og nægjanlegt er að afskrá börnin fyrir 20. september til þess að afskráningin taki gildi.
Virðingarfyllst,
Kolbrún Hlín Hlöðversdóttir
verkefnisstjóri Rafrænnar Reykjavíkur.
Nú geta foreldra valið að afskrá börn sín úr mataráskrift.
Til þess að afskrá barn þarf að velja pöntun á skólamat, velja barn og ýta á segja upp áskrift.
Því miður hefur ekki náðst að virkja afskráningarmöguleikann í pöntun á skólamat en sá hnappur verður ekki virkur fyrr en í byrjun næstu viku.
Vinsamlegast athugið að segja þarf upp skráningu í mat fyrir 20. hvers mánaðar og tekur uppsögn gildi mánaðarmótin þar á eftir. Þau börn sem hafa verið skráð í mat nú þegar eru því skráð í mat út mánuðinn og nægjanlegt er að afskrá börnin fyrir 20. september til þess að afskráningin taki gildi.
Virðingarfyllst,
Kolbrún Hlín Hlöðversdóttir
verkefnisstjóri Rafrænnar Reykjavíkur.
Skráning í mötuneyti grunnskóla hafin
Úr bréfi menntasviðs:
"Til að geta skráð nemendur í mataráskrift þarf
foreldri/forráðamaður að skrá sig inn í Rafræna Reykjavík með
kennitölu og lykilorði, sjáhttp://rafraen.reykjavik.is á heimasíðu
Reykjavíkurborgar, http://www.reykjavik.is .
Þeir sem ekki hafa lykilorð þurfa að stofna aðgang og geta í
kjölfarið fengið lykilorðið sent í sinn heimabanka eða í
almennum pósti.
Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu skulu hafa samband við
skrifstofu skólans og fylla þar út samning um mataráskrift.
Mánaðarlegt gjald fyrir hádegismat í skólamötuneytum borgarinnar er
samkvæmt ákvörðun borgarráðs hverju sinni og er innheimt níu
sinnum á skólaári, frá september til maíloka, í jöfnum greiðslum.
Gjaldið er nú 5000 kr. á mánuði. Foreldrar geta valið
að greiða með greiðsluseðli eða kreditkorti.
Vakin er athygli á því að innheimt er eftir á, t.d. er reikningur
vegna áskriftar í september gefin út 20. þess mánaðar með gjalddaga
þann 1. október og eindaga 1. nóvember.
Ef mataráskrift er hætt þarf að segja henni upp í Rafrænni
Reykjavík og tekur hún þá gildi frá og með næstu mánaðamótum. Að
öðrum kosti er áfram gert ráð fyrir hádegisverði fyrir
nemandann og greiðslu.
Matseðlar eru gefnir út í hverjum skóla og vistaðir á heimasíðu
hans.
Þjónustuver Reykjavíkurborgar veitir alla frekari aðstoð við notkun
Rafrænnar Reykjavíkur í síma 411 1111"
Reykjavíkurborg | Símaver 4 11 11 11 | netfang: upplysingar@reykjavik.is