Umsóknir

Rafræn Reykjavík

Fimmtudagur 21. nóvember 2024

Tilkynningar

Skráning í mötuneyti grunnskóla hafin

Skráning í mötuneyti grunnskóla hafin

 

Úr bréfi menntasviðs:

"Til að geta skráð nemendur í mataráskrift þarf foreldri/forráðamaður að skrá sig inn í Rafræna Reykjavík með kennitölu og lykilorði, sjáhttp://rafraen.reykjavik.is  á heimasíðu Reykjavíkurborgar,  http://www.reykjavik.is .

Þeir sem ekki hafa lykilorð þurfa að stofna aðgang og geta í kjölfarið fengið lykilorðið sent í sinn heimabanka eða  í almennum pósti.
Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu skulu hafa samband við skrifstofu skólans og fylla þar út samning um mataráskrift.

Mánaðarlegt gjald fyrir hádegismat í skólamötuneytum borgarinnar er samkvæmt ákvörðun borgarráðs hverju sinni og er innheimt  níu sinnum á skólaári, frá september til maíloka, í jöfnum greiðslum.  Gjaldið er nú 5000 kr. á mánuði.  Foreldrar geta valið að greiða með greiðsluseðli eða kreditkorti.

Vakin er athygli á því að innheimt er eftir á, t.d. er reikningur vegna áskriftar í september gefin út 20. þess mánaðar með gjalddaga  þann 1. október  og eindaga  1. nóvember.

Ef mataráskrift er hætt þarf að segja henni upp í Rafrænni Reykjavík og tekur hún þá gildi frá og með næstu mánaðamótum. Að öðrum kosti er áfram gert ráð fyrir hádegisverði  fyrir nemandann og greiðslu.

Matseðlar eru gefnir út í hverjum skóla og vistaðir á heimasíðu hans.

Þjónustuver Reykjavíkurborgar veitir alla frekari aðstoð við notkun Rafrænnar Reykjavíkur í síma 411 1111"

Reykjavíkurborg | Símaver 4 11 11 11 | netfang: upplysingar@reykjavik.is